EDAM námskeið fyrir einhverfa unglinga

Um námskeiðið

Námskeiðið er fyrir 13 til 16 ára unglinga á einhverfurófi.

Tilgangur námskeiðsins er að kenna unglingum færniþætti byggða á díalektískri atferlismeðferð (DAM) og þar með hjálpa unglingum að vera sátt við eigin hugsanir og hegðun.

Áhersla er á það sem unglingurinn sjálfur hefur stjórn á.

Efni námskeiðsins:

  • tilfinninga- og orkustjórn 
  • núvitund
  • streituþol
  • að finna milliveginn
  • aukinn sjálfsskilningur
  • og fleira

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur hverju sinni eru tveir til þrír fagaðilar sem eru sérfróðir um einhverfu og skyldar raskanir.

Þeir hafa staðgóða reynslu af vinnu með unglingum og foreldrum.  

 

Fyrirkomulag

Hvert námskeið er samtals 13,5 klukkustundir sem skiptast í níu tíma. Hver tími er 1,5 klukkustund.

Í hverjum hóp eru átta til tíu unglingar.

Hópurinn hittist tvisvar í viku fyrstu þrjár vikurnar og svo vikulega eftir það, samtals 9 sinnum á 6 vikna tímabili.

Áhersla er lögð á virka þátttöku og heimaverkefni hjá unglingunum. Foreldrar mæta í 2-3 tíma á námskeiðinu en unglingar mæta í alla tíma. Að auki býðst einstaklingsráðgjöf milli tíma ef þörf krefur.  

 Í upphafi og við lok námskeiðs eru unglingar beðnir um að fylla út matslista.

Hver áfangi námskeiðsins byggir á því sem á undan er gengið og því mikilvægt að gera ráðstafanir til að unglingar geti sótt alla tímana.  

Næsta námskeið

Vinsamlegast athugið að námskeiðið sem átti að hefjast 17.febrúar frestaðist.

Ný dagsetning er 10. mars til 16.apríl.

Tímar eru á mánudögum og miðvikudögum, kl. 15:00 til 16:30

Námskeiðið er haldið í Geðheilsumiðstöð barna í Vegmúla 3, 108 Reykjavík.

Verð vegna námskeiðsgagna: 4.000 kr.

Opna skráningarsíðu