Námskeiðið er fyrir 13 til 16 ára unglinga á einhverfurófi.
Tilgangur námskeiðsins er að kenna unglingum færniþætti byggða á díalektískri atferlismeðferð (DAM) og þar með hjálpa unglingum að vera sátt við eigin hugsanir og hegðun.
Áhersla er á það sem unglingurinn sjálfur hefur stjórn á.
Efni námskeiðsins:
- tilfinninga- og orkustjórn
- núvitund
- streituþol
- að finna milliveginn
- aukinn sjálfsskilningur
- og fleira