Staðnámskeið: Námskeiðið er haldið í Geðheilsumiðstöð barna, Vegmúla 3, 108 Reykjavík.
Fjarnámskeið: Hugsað fyrir fólk sem er búsett utan höfuðborgarsvæðisins og hefur ekki tök á því koma á staðnámskeið. Kennt er á rauntíma. Námskeiðið er ekki tekið upp. Þátttakendur fá sendan hlekk á Teams áður en námskeið hefst.
Eftirfylgdarviðtal stendur til boða 2 til 3 vikum síðar.
Mikilvægt er að foreldrar geti mætt í báða tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Ef foreldri er einstætt er mælt með að annar nákominn umönnunaraðili sæki jafnframt námskeiðið.
Verð vegna námskeiðsgagna er 4000 kr.
Næstu námskeið:
Staðnámskeið:
- 21. og 28. janúar kl.19:30-21:30
Fjarnámskeið:
- 11. og 18. febrúar kl.20-22
Dagsetningar námskeiða eru settar inn um leið og þær liggja fyrir.
Skráningarsíða