Í fræðslunni fer sjúkraþjálfari yfir helstu einkenni fitubjúgs (lipoedema) og hvað það er sem veldur einkennum meðal annars hlutverk sogæðakerfisins í sjúkdómsmyndinni.
Farið verður yfir hvað er hægt að gera til að draga úr einkennum og óþægindum. Rætt verður um þrýstingsfatnað, æfingar og sogæðanudd. Markmiðið er að fá góða innsýn í sjúkdóminn fitubjúg og hvað hægt er að gera til sjálfshjálpar.
Þetta námskeið framhald af námskeiði um fitubjúg og mælt er með fara fyrst á það.