Meðferðir við fitubjúg

Hóptímar

Á námskeiðinu fer sjúkraþjálfari yfir helstu einkenni fitubjúgs (lipoedema) og hvað  það er sem veldur einkennum meðal annars hlutverk sogæðakerfisins í sjúkdómsmyndinni.

Farið verður í hvað er hægt að gera til að minnka einkenni og óþægindi. Rætt verður um þrýstifatnað, æfingar og sogæðanudd. Markmiðið er að fá góða innsýn í sjúkdóminn fitubjúg og hvað hægt er að gera til sjálfshjálpar.

Þetta námskeið framhald af námskeiði um fitubjúg og mælt er með fara fyrst á það.

Umsjón

Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með hóptímanum.  

Leiðbeinendur:

  • Friðný María Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfari
  • Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir sjúkraþjálfari
  • Ingigerður Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari
  • Marjolein Roodbergen sjúkraþjálfari

Fyrirkomulag

Staðnámskeiðin fara fram hjá hjá Heilsubrú í Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, . hæð.

Einnig er boðið um á fjarnámskeið á Teams

Greitt er 5.000 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu.

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega.

Dagsetningar og skráning

Næstu námskeið:

Fjarnámskeið á Teams 

  • Fimmtudagur 17. okt kl. 15:00 - 16:30
 

Staðnámskeið í Þönglabakka 6

 

Skráningarsíða fyrir námskeið

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn