HAM námskeið við kvíða og þunglyndi

Námskeiðið

Í hugrænni atferlismeðferð eða HAM lærir þú aðferðir til að takast á við tilfinningalega vanlíðan á árangursríkan hátt. Rannsóknir sýna að HAM er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag t.d. við kvíða og þunglyndi.

Á námskeiðinu er farið yfir samspil hugsana, tilfinninga, líkamlegra viðbragða og hegðunar. Farið er yfir áhrifaríkar leiðir til grípa inn í þetta samspil og stuðla þannig að bættri líðan.  

Á námskeiðinu er notast við lesefni, glærukynningar, heimaverkefni og hópumræður. 

Umsjón

HAM námskeiðin eru haldin á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinandi er Haraldur S. Þorsteinsson, sálfræðingur og nemendur í starfsþjálfun í meistaranámi. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáski sjúkraþjálfun og Tannlæknar Mjódd).  

Það eru að hámarki 15 einstaklingar í hverjum hópi sem hittist einu sinni í viku í 5 vikur, 90 mínútur í senn.

Námskeiðið kostar 16.624 kr.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.

Dagsetningar og skráning

Næstu námskeið:

  • Föstudagar 24. janúar 11-12:30
  • Mánudagur 17. febrúar kl. 13:00 - 14:30
  • Föstudagur 28. febrúar kl. 10:00 - 11:30

Athugið. Námskeiðin sem hefjast 24.janúar og 28.febrúar verða kennd af nemendum sem stunda nám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Nemendur verða undir leiðsögn sálfræðings. 

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.