Í hugrænni atferlismeðferð eða HAM lærir þú aðferðir til að takast á við tilfinningalega vanlíðan á árangursríkan hátt. Rannsóknir sýna að HAM er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag t.d. við kvíða og þunglyndi.
Á námskeiðinu er farið yfir samspil hugsana, tilfinninga, líkamlegra viðbragða og hegðunar. Farið er yfir áhrifaríkar leiðir til grípa inn í þetta samspil og stuðla þannig að bættri líðan.
Á námskeiðinu er notast við lesefni, glærukynningar, heimaverkefni og hópumræður.