HAM við streitu

Námskeiðið

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík leið til að takast á við ýmsan vanda, þar á meðal vanda tengdum óhóflegri streitu.

Streituviðbragðið er eðlilegt og mikilvægt viðbragð til að takast á við krefjandi lífsverkefni. Streita getur orðið óhófleg og langvarandi streita veldur getur valdið ýmsum líkamlegum og tilfinningalegum einkennum sem geta verið truflandi og valdið töluverðri vanlíðan.

Á námskeiðinu verður fjallað streituviðbragðið og farið yfir bjargráð til þess að takast á við streitu á áhrifaríkan hátt. Í tímunum verða gerðar æfingar til þess að aðstoða þig við að fá betri innsýn í þína streitu og til að auka streituþol þitt.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri, hún felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni. 

Umsjón

Námskeiðið er haldið á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Leiðbeinandi er Auður Ýr Sigurðardóttir, sálfræðingur og nemendur í starfsþjálfun í meistaranámi. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáski sjúkraþjálfun og Tannlæknar Mjódd).  

Það eru að hámarki 15 einstaklingar í hverjum hópi sem hittist einu sinni í viku í 5 vikur, tvo tíma í senn. 

Þátttakendur greiða 16.624 kr. fyrir námskeiðið.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.

Skráning

  Næstu dagsetningar:

  • Föstudagar 24. janúar kl. 8:30 - 10:30
  • Miðvikudagar 19. febrúar kl. 8:30 -10:30

Athugið. Námskeiðið sem hefst 24.janúar verður kennt af nemendum sem stunda nám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Nemendur verða undir leiðsögn sálfræðings sem hefur einnig umsjón með námskeiðinu.

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.