Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík leið til að takast á við ýmsan vanda, þar á meðal vanda tengdum óhóflegri streitu.
Streituviðbragðið er eðlilegt og mikilvægt viðbragð til að takast á við krefjandi lífsverkefni. Streita getur orðið óhófleg og langvarandi streita veldur getur valdið ýmsum líkamlegum og tilfinningalegum einkennum sem geta verið truflandi og valdið töluverðri vanlíðan.
Á námskeiðinu verður fjallað streituviðbragðið og farið yfir bjargráð til þess að takast á við streitu á áhrifaríkan hátt. Í tímunum verða gerðar æfingar til þess að aðstoða þig við að fá betri innsýn í þína streitu og til að auka streituþol þitt.
Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri, hún felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni.