Um námskeiðið
Klókir Krakkar (Cool Kids Program) er meðferðarúrræði sem var þróað hjá áströlsku rannsóknamiðstöðinni Macquire University Anxiety Research Unit (MUARU) í samvinnu við Ronald M. Rapee og samstarfsmenn hans. BUGL sá um að koma í gagnið íslenskri útgáfu námskeiðsins 2005 og hefur það verið haldið þar og á Þjónustumiðstöðvum í Reykjavík síðastliðin ár.
Námskeiðið er ekki ætlað börnum á einhverfurófi
Hvert námskeið er 12 klukkustundir og skiptist i 8 skipti. kl. 15:30 - 17:00. Fyrstu 6 skiptin eru vikulega, síðan líður vika á milli fyrir tíma 7 og tíma 8.
Í upphafi meðferðar fá börn og foreldrar vinnubækur. Þau eru frædd um eðli kvíða og kenndar aðferðir til að takast smám saman á við kvíða barnanna. Börnunum er kennt að hugsa eins og einkaspæjari þar sem þau finna sannanir fyrir óraunsæjum kvíðahugsunum og læra að hugsa á raunsæjan hátt. Einnig er farið í stigvaxandi berskjöldun þar sem börnin læra að mæta óttanum í litlum skrefum.
Í seinni hluta meðferðarinnar er farið í félagslega færni og ákveðniþjálfun. Foreldrar fá fræðslu um kvíðaeinkenni og úrræði, hvernig er að ala upp barn sem þjáist af kvíða og farið er yfir hvað börnin læra í hverjum tíma fyrir sig.