Tilraunaúrræðið Sumarnámskeið fyrir unglinga með OCD verður haldið vorið 2025. Skimunarferli opnast þann 1. febrúar 2025. Námskeiðið er ætlað unglingum með áráttu- og þráhyggjuröskun og foreldrum þeirra.
Þetta meðferðarnámskeið er fyrir foreldra og unglinga á aldrinum 13-18 ára, fæðingarár 2006 - 2011.
Námskeiðið er á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sálfræðideildar Háskóla Íslands.
Í hópnum verða 6 - 8 unglingar sem glíma við OCD. Hver og einn hefur sinn þjálfara eða meðferðaraðila í hverjum tíma. Reyndir sálfræðingar í heilsugæslunni eru meðferðaraðilar á námskeiðinu.