Meðferðarnámskeið við OCD

Sumarhópnámskeið fyrir unglinga með OCD

Um námskeiðið

Tilraunaúrræðið Sumarnámskeið fyrir unglinga með OCD verður haldið vorið 2025. Skimunarferli opnast þann 1. febrúar 2025. Námskeiðið er ætlað unglingum með áráttu- og þráhyggjuröskun og foreldrum þeirra. 

Þetta meðferðarnámskeið er fyrir foreldra og unglinga á aldrinum 12-18 ára, fæðingarár 2007 - 2012.

Námskeiðið er á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sálfræðideildar Háskóla Íslands.

Í hópnum verða 6 - 8 unglingar sem glíma við OCD. Hver og einn hefur sinn þjálfara eða meðferðaraðila í hverjum tíma. Reyndir sálfræðingar í heilsugæslunni eru meðferðaraðilar á námskeiðinu. 

Fyrirkomulag

Á OCD sumarnámskeiðinu fá allir fræðslu um hvað OCD er og hvernig það skemmir fyrir manni dagsdaglega. Unglingarnir læra aðferðir til að minnka þráhyggjur og áráttur.

Í hverjum tíma gera unglingar líka talsvert af æfingum, hver og einn með sínum þjálfara. Þegar unglingarnir vinna verkefni á námskeiðinu og taka þátt í áskorunum/æfingum til að streitast á móti OCD-inu, þá vinna þau sér inn stig sem þau geta skipta út fyrir ýmis gjafakort. 

Hluti af námskeiðinu felur í sér að foreldrar mæta einnig í hóptíma með hinum foreldrunum til að skilja betur OCD, hvernig áhrif það hefur í daglegu lífi og hvaða verkfæri duga til að streitast á móti því. Foreldratímunum verður stýrt af reyndum sálfræðingi. 

Könnun

OCD sumarnámskeiðið er nýtt tilraunaúrræði hjá heilsugæslunni. Námskeiðið var þróað í Kanada og góð reynsla er af því þar. Til kanna hvort námskeiðið reynist eins vel hérlendis verðu gerð rannsókn á árangrinum.

Foreldrar og unglingar sem taka þátt í námskeiðinu verða beðnir um að svara  spurningalista fyrir námskeið, eftir námskeið og aftur 6 
mánuðum eftir að námskeiðið klárast.  Það er alveg frjálst að svara spurningalistunum  en í hvert sinn sem foreldrar og unglingar svara listunum fá þau sitthvort gjafabréfið í bíó.

Dagskrá

Fullbókað er á námskeiðið 2024

Skimunarferli inn á OCD námskeiðið 2025 opnast þann 1. febrúar 2025.

Meðferðarnámskeið er daglega 2.5 tíma í senn í 10 skipti, eða í 2 vikur alls samfellt.

  • Tími 1 - Þriðjudagur 20. maí        
     Unglingar: kl. 13:00-15:30
      Foreldrar: kl. 13:30-15:30

  • Tími 2 - Miðvikudagur 21. maí     
     Unglingar: kl. 13:00-15:30

  • Tími 3 - Fimmtudagur 22. maí      
     Unglingar: kl. 13:00-15:30

  • Tími 4 - Föstudagur 23. maí          
     Unglingar: kl. 13:00-15:30
      Foreldrar: kl. 13:30-15:30

  • Tími 5 - Mánudagur 26. maí         
     Unglingar: kl. 13:00-15:30

  • Tími 6 - Þriðjudagur 27. maí        
    Unglingar: kl. 13:00-15:30    
     Foreldrar: kl. 13:30-15:30

  • Tími 7 - Miðvikudagur 28. maí
    Unglingar: kl. 13:00-15:30   

  • Fimmtudagur 29.maí                    Uppstigningadagur
  • Föstudagur 30. maí                      FRÍ Á NÁMSKEIÐINU

  • Tími 8 - Mánudagur 2. júní          
     Unglingar: kl. 13:00-15:30    
      Foreldrar: kl. 13:30-15:30
                                                            


  • Tími 9 - Þriðjudagur 3. júní             
    Unglingar: kl. 13:00-15:30

  • Tími 10 - Miðvikudagur 4. júní. Lokatími og útskrift 
     Unglingar: kl. 13:00-15:30
      Foreldrar: kl. 13:30-15:30

Hafðu samband

Ef þig grunar að unglingurinn þinn sé með OCD sem er hamlandi í daglegu lífi, hafðu endilega samband við okkur  til þess að athuga hvort námskeiðið gæti hentað ykkur sem meðferðarúrræði.  

Meðferðin er niðurgreidd með styrkjum frá Lýðheilsusjóði Landlæknisembættisins, Heilbrigðisráðuneytinu og Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Verð vegna námskeiðsgagna: 4000 kr.