Þessi svefnfræðsla er ætluð foreldrum og umsjáraðilum barna á grunnskólaaldri, sem og öðrum vilja fræðast um svefn barna.
Sérstök áhersla er á börn á aldrinum 6 til 12 ára en þó er einnig er rætt um skjánotkun, koffínneyslu og dægursveiflur unglinga á grunnskólaaldri.
Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að svefni barna og svefnvandi barn er algengt umkvörtunarefni foreldra. Áætlað er að um 20-30% barna glími við svefnvanda og hlutfallið er enn hærra meðal barna með ADHD, einhverfu eða kvíða.
Svefnvandi hefur víðtæk áhrif, meðal annars á athygli, líðan og tilfinningastjórn barnsins, og getur verið langvarandi og íþyngjandi fyrir barn og fjölskyldu þess.
Ýmislegt hefur áhrif á svefninn, til dæmis svefnumhverfið, skjátími og svefnvenjur. Svefnþörf er einnig mismunandi eftir aldri og virðist sem mörg íslensk börn séu ekki að ná æskilegum svefnviðmiðum - hvað með barnið þitt?