Svefnfræðsla fyrir foreldra grunnskólabarna

Svefn barna

Þessi svefnfræðsla er ætluð foreldrum og umsjáraðilum barna á grunnskólaaldri, sem og öðrum vilja fræðast um svefn barna. 

Sérstök áhersla er á börn á aldrinum 6 til 12 ára en þó er einnig er rætt um skjánotkun, koffínneyslu og dægursveiflur unglinga á grunnskólaaldri. 

Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að svefni barna og svefnvandi barn er algengt umkvörtunarefni foreldra. Áætlað er að um 20-30% barna glími við svefnvanda og hlutfallið er enn hærra meðal barna með ADHD, einhverfu eða kvíða.

Svefnvandi hefur víðtæk áhrif, meðal annars á athygli, líðan og tilfinningastjórn barnsins, og getur verið langvarandi og íþyngjandi fyrir barn og fjölskyldu þess.

Ýmislegt hefur áhrif á svefninn, til dæmis svefnumhverfið, skjátími og svefnvenjur. Svefnþörf er einnig mismunandi eftir aldri og virðist sem mörg íslensk börn séu ekki að ná æskilegum svefnviðmiðum - hvað með barnið þitt?

Umsjón

Umsjón með fræðslunni hefur Bryndís Þorsteinsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna.

Verkefnið fékk Lýðheilsustyrk 2023.

Fyrirkomulag

Fræðslan  er á myndbandi og tekur um eina klukkustund.

Það er farið yfir ýmsan fróðleik um svefn og gagnlegar ráðleggingar um hvernig hægt er að byggja upp góðar svefnvenjur til að bæta svefn barna.  

Gefðu þér tíma, prentaðu eða halaðu niður glærunum og horfðu á fræðsluna.

Fræðslan gæti dregið út umstangi og flækjum og bætt samskipti í kringum háttatíma og svefn barnsins þíns. 

Fræðslan

Czy treść była pomocna?

Tak

Rusl-vörn


Dlaczego nie?