Á námskeiðinu er farið í skilgreiningu sjúkdómsins og þróun hans. Fjallað verður um hvaða áhrif hækkaður blóðsykur hefur á heilsu. Einnig hvernig eftirliti og stuðningi er háttað. Loks verður rætt um ýmsar leiðir til að efla heilsu og bæta líðan.
Markmiðið er að auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum sykursýki 2.
Það eru 15-20 einstaklingar á hverju námskeiði.
Námskeiðið hentar öllum einstaklingum sem langar til að fræðast um sykursýki 2.