Námskeiðið er um undirbúning fyrir fæðinguna og fyrstu dagana eftir fæðingu.
Markmið námskeiðs er að efla sjálfsöryggi og bjargráð verðandi foreldra í fæðingu og að styrkja verðandi foreldra í að verða virka þátttakendur í fæðingunni. Einnig að styrkja jákvætt hugarfar gagnvart fæðingunni og foreldrahlutverkinu.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- hvernig hægt er að vita að fæðing sé að fara af stað og leiðir til að takast á við aðdraganda fæðingar.
- þætti sem geta haft jákvæð og neikvæð áhrif á fæðingarferlið.
- ýmis ráð til að auðvelda fæðingu og takast á við fæðingarhríðir.
- inngrip í fæðingu og fæðingu með keisaraskurði.
- nýfædda barnið, fyrstu dagana eftir fæðingu, tengslamyndun og aðlögun að breyttu hlutverki.
Námskeiðið hentar vel eftir 28 vikna meðgöngu.