Styrkur fyrir verðandi foreldra

Námskeið um undirbúning fæðingar

Námskeiðið er um undirbúning fyrir fæðinguna og fyrstu dagana eftir fæðingu. 

Markmið námskeiðs er að efla sjálfsöryggi og bjargráð verðandi foreldra í fæðingu og að styrkja verðandi foreldra í að verða virka þátttakendur í fæðingunni. Einnig að styrkja jákvætt hugarfar gagnvart fæðingunni og foreldrahlutverkinu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • hvernig hægt er að vita að fæðing sé að fara af stað og leiðir til  að takast á við aðdraganda fæðingar. 
  • þætti sem geta haft jákvæð og neikvæð áhrif á fæðingarferlið. 
  • ýmis ráð  til að auðvelda fæðingu og takast á við fæðingarhríðir. 
  • inngrip í fæðingu og fæðingu með keisaraskurði.
  • nýfædda barnið, fyrstu dagana eftir fæðingu, tengslamyndun og aðlögun að breyttu hlutverki. 

Námskeiðið hentar vel eftir 28 vikna meðgöngu.

Fyrirkomulag og staðsetning

  • Hvert námskeið er í 2 skipti, 2 klukkustundir í hvert sinn. 
  • Á námskeiðinu eru spurningar vel þegnar og boðið er upp á umræður.
  • Gott er að hafa með sér smá nesti.
  • Námskeiðið er haldið hjá Heilsubrú, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. 2. hæð.

Hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á heilsubru@heilsugaeslan.is

Dagsetningar og skráning

Næsta námskeið

  • Mánudagurinn 24. febrúar og þriðjudagurinn 25. febrúar kl. 14:00 - 16:00

  • Leiðbeinandi á námskeiðinu er Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir

Skráning

Námskeiðið er í boði fyrir verðandi foreldra sem eru í meðgönguvernd á heilsugæslum á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þeim að kostnaðarlausu. 

Skráningarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við staðfestingu. Ef skráningarpóstur berst ekki, þarf að hafa samband á heilsubru@heilsugaeslan.is.