Hreyfiseðillinn er meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á.
Teymi heilbrigðisstarfsmanna og/eða læknar meta einkenni og ástand einstaklings, sem er þá vísað til sjúkraþjálfara á heilsugæslustöðinni..
Við komu til sjúkraþjálfarans er:
- Farið í gegnum heilsufarssögu og sjúkdómseinkenni, hreyfivenjur og áhugahvöt einstaklings
- Möguleikar og geta til hreyfingar ræddir og metnir í sameiningu
- Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun, gjarnan til þriggja eða sex mánaða. Hreyfiáætlunin byggir á áhugahvöt og getu ásamt ráðleggingum um magn og ákefð ráðlagðrar hreyfingar sem meðferð við sjúkdómi viðkomandi einstaklings.