Saxenda og Wegovy lyfjameðferð
Lyfjaskírteini
Algengar spurningar um Saxenda og Wegovy
Ef þú uppfyllir skilyrði fyrir lyfjaskírteini fyrir Wegovy hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) getur þú farið á slíka meðferð með stuðningi frá þverfaglegu teymi á þinni heilsugæslu.
Skilyrði er að líkamsþyngdarstuðull (BMI) hafi verið hærri en 45 fyrir meðferð og að þú greinist með háþrýsting eða kæfisvefn.
Fræðsla um offitumeðferð er í boði hjá Heilsubrú og við mælum með henni sem fyrsta skrefi.
Ef þú hefur líkamsþyngdarstuðul (BMI) sem er 35 til 44, er ólíklegt að þú fáir lyfið niðurgreitt. Skilyrði lyfjaskírteinis eru meðal annars kransæðasjúkdómur, fyrirhuguð líffæraskipti, alvarlegur nýrna eða lifrarsjúkdómur eða þyngdaraukning af völdum geðlyfja.
Ef þú hefur líkamsþyngdarstuðul (BMI) sem er 45 eða hærri kemur meðferð til greina að uppfylltum skilyrðum sem þú getur fengið nánari upplýsingar um hjá heilbrigðisstarfsfólki.
Ozempic verður fáanlegt í meira magni innan fárra mánaða. Til greina kemur að brúa bilið með öðrum lyfjum.
Hafðu samband við þinn meðferðaraðila til að fá nánari upplýsingar.