Kristján G. Guðmundsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs að eigin ósk. Kristjáni eru þökkuð mikilvæg störf fyrir stofnunina, sem heilsugæslulæknir og yfirlæknir heilsugæslunnar Glæsibæ og sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs síðasta árið.
Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarsviðs frá 1. ágúst nk. til eins árs eða til og með 31. júlí 2015.
Ófeigur er heilsugæslulæknir í Heilsugæslunni Glæsibæ og verkefnisstóri á skrifstofu heilbrigðisþjónustu í velferðarráðuneytinu. Ófeigur er cand. med. et chir. frá Háskóla Íslands, sérfræðingur í lyflækningum og heimilislækningum, er með formlega þjálfun í klínískri kennslu í heimilislækningum frá University of Massachusetts og meistaragráðu í lýðheilsu og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
Ófeigur hefur starfað sem heilsugæslulæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2010 og er með mikla stjórnunarreynslu m.a. sem yfirlæknir á slysa- og bráðadeild LSH og yfirlæknir lyflækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hefur hann verið virkur í kennslu heilbrigðisstétta á LSH og kennslu læknanema og lækna í sérnámi.
Ófeigur hefur setið í fjölmörgum nefndum tengdum heilbrigðisþjónustu (m.a. í nefnd um eflingu heilsugæslunnar frá árinu 2010), sinnt vísindarannsóknum og greinaskrifum.
Verkefni sem heyra undir framkvæmdastjóra þróunarsviðs eru eftirfarandi:
- Þróunarmál og nýjungar í starfsemi
- Gæða- og öryggismál
- Vísindarannsóknir
- Verkferlar, klínískar leiðbeiningar
- Lyfjamál
- Þróun og innleiðing árangursmælinga og mats
- Staðtölur og upplýsingar um starfsemi
- Starfsþjálfun og námskeiðahald
- Fræðslumál
- Kennsla
- Bókasafn
- Vefritstjórn
- Sögunefnd
Ófeigur er boðinn velkominn til nýrra starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.