Heilsugæslan Fjörður og Heilsugæslan Sólvangi taka þátt í heilsueflandi samfélagi í Hafnarfirði
Tvo laugardaga í janúar verður boðið á ókeypis heilsufarsmælingu. Þar veita hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar ráðgjöf og eftirfylgd.
- Laugardaginn 12. janúar, frá kl. 11:00 til 16:00, í verslunarmiðstöðinni Firði
- Laugardaginn 19. janúar, frá kl. 11:00 til 16:00, í Hraunseli, Flatahrauni 3
Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Skoða má niðurstöðurnar ásamt nafnlausum samanburði á lokuðu vefsvæði með innskráningu gegnum island.is.
Það eru SÍBS Líf og heilsa og Heilsubærinn Hafnarfjörður sem bjóða upp á heilsufarsmælingarnar í samstarfi við Heilsugæsluna Fjörð og Heilsugæsluna Sólvangi.