Einstaklingar eru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á áhættusvæði eða samkvæmt ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólks eftir náin samskipti við smitaða einstaklinga.
Heilsugæslustöðvar halda utan um skjólstæðinga sína sem eru í sóttkví. Verið er að koma upplýsingum á heilsugæslustöðvar um þessa einstaklinga.
Ef þú ert í sóttkví og heilsugæslustöðin þín er ekki búin að hafa sambandi við þig er mælt með því að þú hafir samband sem fyrst.
Ef þú ert með einkenni og hefur verið á hættusvæði eða umgengist smitaðan einstakling er mælt með sýnatöku. Ekki eru tekin sýni úr einkennalausum einstaklingum
Heilsugæslustöðvar sjá um sýnatökur sem fara venjulega fram í bíl viðkomandi við heilsugæslustöðina. Sýnatökur eru einu sinni á dag. Ef ekki er hægt að taka sýni í bíl viðkomandi eru gerðar aðrar ráðstafanir.
Ekki koma á heilsugæslustöðina þína án þess að hafa samband fyrst ef þú ert með einkenni og telur að möguleiki sé á Covid-19 smiti.
Alltaf eru nýjustu upplýsingar um Covid-19 á landlaeknir.is
Ef upplýsingar á landlaeknir.is svara ekki spurningum þínum getur þú haft samband við heilsugæslustöðina þína á dagvinnutíma, netspjall á heilsuvera.is eða vaktsímann 1700.
Áfram minnum við alla á að:
- Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni.
- Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhreinar.
- Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni/hósta.
- Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum.
- Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta, eða hósta í olnbogabót. Henda skal pappír eftir notkun og þvo hendur reglulega
Þetta er verkefni okkar allra.