Dagskrá bólusetninga - Vika 15

Mynd af frétt Dagskrá bólusetninga - Vika 15
09.04.2021

Í viku 15 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar: 

  • Þriðjudaginn 13. apríl verður Pfizer bólusetning í Laugardalshöll fyrir heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana. Boð verða send með SMS. Boðað er eftir aldursröð þar sem byrjað er á þeim elstu í hópnum. Aðrir í hópnum verða boðaðir í aldursröð næstu vikur.
  • Fimmtudaginn 15. apríl verður AstraZeneca bólusetning á Suðurlandsbraut 34 fyrir þau sem fædd eru 1951 eða fyrr. Opið hús frá kl. 11:30 til 14:00. 
    Ef fólk ákveður að þiggja ekki AstraZeneca bóluefnið núna þarf ekki að tilkynna okkur, heldur ráðlagt að bíða þar til mál skýrast. Nánar: Um áframhaldandi notkun Astra Zeneca COVID-19 bóluefnis (Vaxzevria) á Íslandi

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku. Þeir birtast hér um leið og þeir eru ákveðnir. 

Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið 

Fyrirkomulag á bólusetningastað 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Spurningar  

Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.    

Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar  

Afþakka bólusetningar 

Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið óháð bóluefni, sendir þú nafn þitt og kennitölu á bolusetning@heilsugaeslan.is  Þar er engum spurningum svarað.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það.