Örvunarskammtur vegna COVID-19

Mynd af frétt Örvunarskammtur vegna COVID-19
05.11.2021

Þessi frétt verður uppfærð jafnóðum og mál skýrast. Síðast uppfært 30. nóvember kl. 8:30.

Bólusetningarátak stendur yfir í  Laugardalshöll. Ekki er bólusett á Suðurlandsbraut 34 á þessu tímabili.

Örvunarskammtar eru gefnir mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, frá kl. 10:00 til 15:00. 

  • Þriðjudagur 30. nóvember - mRNA bóluefnið Moderna

  • Miðvikudagur 1. desember - mRNA bóluefnið Pfizer.

Almennt um örvunarskammta

Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur af bóluefni gegn COVID-19. Það fá allir boð en einstaklingar mega koma í Laugardalshöll ef það eru liðnir a.m.k. fimm mánuðir frá seinni skammti grunnbólusetningar.

Komist fólk ekki á boðuðum tíma er í finu lagi að mæta síðar. Strikamerkið gildir áfram.

Munið að 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19. 

Þau sem eru búin með grunnbólusetningu og hafa fengið Covid eiga að bíða þangað til frekari fyrirmæli berast.

Sjá  nánar:

Opið hús fyrir óbólusetta og þau sem hafa bara fengið einn skammt

Það er opið hús í Laugardalshöll á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 10:00 til 15:00.

Þangað geta komið óbólusettir einstaklingar og þau sem eiga eftir að klára grunnbólusetningar (skammtur 2) eða þurfa önnur bóluefni.

Bóluefnið Pfizer er notað báða dagana. Á fimmtudögum verðum við með AstraZeneca og Moderna og föstudögum er Janssen í boði.

Bólusetning út í bíl

Þau sem þurfa bólusetningu út í bíl verða einnig bólusett á fimmtudögum og föstudögum.

Einfaldast er að hafa fylgdarmann sem getur farið inn til að láta vita. Þau sem koma ein geta hringt í síma 513-5000 til að fá aðstoð.