Fylgist með hér. Fréttin er uppfærð þegar eitthvað breytist og var síðast uppfærð 15. desember kl.11:07.
Velkomin í Laugardalshöll í grunn- eða örvunarbólusetningu
Við höldum áfram með örvunarbólusetningar og öll sem eru komin á tíma eru velkomin. Öll sem eru ekki búin með grunnbólusetningu eru líka hvött til að mæta í Laugardalshöll.
Öll sem fengu seinni skammt grunnbólusetningar fyrir a.m.k. 5 mánuðum geta komið í örvunarbólusetningu. Ekki er nauðsynlegt að hafa strikamerki, það er nóg að gefa upp kennitölu.
Nánar um örvunarbólusetningar og grunnbólusetningar
- Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn.
- Þau sem eru 70 ára og eldri geta komið í örvun ef 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu.
- Karlmenn 39 ára og yngri eiga helst ekki að fá Moderna skv. Embætti landlæknis og er því mælt með Pfizer fyrir þá.
- Börn 12 til 18 ára mega bara fá Pfizer.
- AstraZeneca er ekki til og verður ekki í boði það sem eftir er árs.
- Öll sem eru með íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu. Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þau mæta.
- Þau sem þurfa bólusetningu út í bíl verða bólusett á fimmtudögum og föstudögum. Einfaldast er að hafa fylgdarmann sem getur farið inn til að láta vita. Þau sem koma ein geta hringt í síma 513-5000 til að fá aðstoð.
- Þau sem hafa fengið COVID-19 þurfa að kynna sér: Samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19
Dagskrá til áramóta í Laugardalshöll
Svona er áætlunin fyrir næstu vikur með fyrirvara um breytingar.
13. desember til 22. desember
Bólusetningar alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00 í Laugardalshöll.
Opið hús fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þau sem eru komin á tíma með örvunarskammt.
Pfizer, Moderna og Janssen í boði alla daga,
Takmörkuð opnun: Þriðjudaginn 21. desember á að bólusetja viðkvæman hóp. Fólk er beðið um að koma frekar aðra daga í bólusetningu ef það mögulega getur.
Ekki er bólusett 17. desember, á Þorláksmessu og aðfangadag.
Milli jóla og nýárs - 27. desember til 30. desember
Bólusett virka alla daga frá kl. 10:00 til 12:00 í Laugardalshöll.
Opið hús fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þau sem eru komin á tíma með örvunarskammt.
Pfizer, Moderna og Janssen í boði alla daga.
Ekki er bólusett á gamlársdag.
Janúar 2022
Við höldum áfram að bólusetja í janúar og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.
Þá verður haldið áfram að boða þau í örvunarbólusetningu sem eru komin á tíma.