Örvunarbólusetning verndar fólk fyrir alvarlegum afleiðingum Covid-19 en aldur er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir alvarlegum afleiðingum sjúkdómsins.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sér um bólusetningar fyrir sína skjólstæðinga en heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins og einkareknar heilsugæslustöðvar munu annast bólusetningar fyrir sína skjólstæðinga.
Bóka þarf tíma í bólusetningu í gegnum mínar síður á Heilsuveru eða í gegnum síma hjá hverri heilsugæslustöð. Þá er einnig hægt að bóka tíma hjá Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 513-1700 og í gegnum netspjall Heilsuveru. Misjafnt er milli stöðva á hvaða tímum boðið er upp á bólusetningar og er hægt að finna nánari upplýsingar á vefsíðu hverrar heilsugæslustöðvar eða við tímabókun.
Upplýsingar um aukaverkanir vegna Covid-19 bólusetninga er að finna á vefnum covid.is.