Nýir hóptímar með fræðslu um sykursýki 2

Mynd af frétt Nýir hóptímar með fræðslu um sykursýki 2
23.08.2023

Boðið verður upp á nýja hóptíma með fræðslu um sykursýki 2 í Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá haustinu. Markmiðið með tímunum er að auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum.

Í hóptímunum verður farið í skilgreiningu sjúkdómsins, þróun hans og fjallað um hvaða áhrif hækkaður blóðsykur hefur á heilsu. Einnig hvernig eftirliti og stuðningi er háttað. Loks verður rætt um ýmsar leiðir til að efla heilsu og bæta líðan.

Fræðslan fer fram í hóptímum og verða 15 til 20 einstaklingar í hverjum tíma. Hóptímarnir eru ætlaðir öllum einstaklingum sem langar til að fræðast um sykursýki 2.

Hóptímarnir fara fram hjá Heilsubrú í Þönglabakka 6, 109 Reykjavík. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Greitt er 500 króna þátttökugjald við skráningu.

Næstu hóptímar: 

  • Þriðjudagur 29.ágúst klukkan 9:00
  • Þriðjudagur 12. september klukkan 9:00
  • Þriðjudagur 26.september klukkan10:00
  • Þriðjudagur 10.október klukkan 14:00

Nánari upplýsingar má finna á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar sem einnig má finna skráningarsíðu.