Heilsugæslan Glæsibæ stækkar

Mynd af frétt Heilsugæslan Glæsibæ stækkar
23.08.2024
Húsnæði Heilsugæslunnar Glæsibæ hefur stækkað og hluti starfseminnar færst á milli hæða í Glæsibæ. Stærstur hluti starfseminnar verður eftir sem áður á þriðju hæð húsnæðisins.

Nýtt rými sem stöðin hefur fengið til afnota á annarri hæð húsnæðisins í Glæsibæ mun hýsa ungbarnaeftirlit, mæðravernd, félagsráðgjafa, sálfræðing, sjúkraþjálfara og heilsueflandi móttöku ásamt sykursýkismóttöku. Önnur starfsemi verður áfram á þriðju hæðinni. Innritunarstandar eru á báðum hæðum.

Rýmra verður um starfsemi heilsugæslustöðvarinnar eftir breytingarnar, en alls bætast rúmlega 200 fermetrar við það húsnæði sem stöðin hefur nýtt í Glæsibænum.

Starfsfólk stöðvarinnar býður skjólstæðinga velkomna í nýja rýmið og hlakkar til að taka á móti þeim þar.