Boðið upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 í október

Mynd af frétt Boðið upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 í október
05.09.2024

Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir einstaklinga 60 ára og eldri og fyrir fólk í áhættuhópum á öllum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í október. 

Stefnt er að því að hefja bólusetningar þriðjudaginn 8. október en tímasetningin getur breyst verði tafir á afhendingu bóluefna. 

Hægt er að bóka tíma í bólusetningu í gegnum Mínar síður á vefnum Heilsuveru. 

Ekki þarf að greiða fyrir bólusetningar 60 ára og eldri og fólks í áhættuhópum.

Boðið verður upp á að fá bæði bóluefnin í sömu heimsókn. Einnig verður hægt að velja að fá annað hvort bólusetningu við inflúensu eða Covid-19.

Áhættuhópar

Auk einstaklinga 60 ára og eldri eru bólusetningar í boði fyrir fólk í áhættuhópum sem sóttvarnalæknir hefur skilgreint. 

Upplýsingar um áhættuhópa og nánari upplýsingar um bóluefnin má finna á vef embættis landlæknis.