Bólusetningar við inflúensu og Covid-19 hafnar

Mynd af frétt Bólusetningar við inflúensu og Covid-19 hafnar
08.10.2024

Boðið er upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá og með þriðjudeginum 8. október. 

Börnum sex mánaða til fjögurra ára er boðið að þiggja bólusetningu við inflúensu. Fólki 60 ára og eldra ásamt fólki í áhættuhópum sem sóttvarnalæknir hefur skilgreint er boðið að þiggja bólusetningu við inflúensu, bólusetningu við Covid-19 eða bæði.

Bókanir fyrir tíma í bólusetningu eru í gegnum Mínar síður á vefnum Heilsuveru, en einnig er hægt að bóka með símtali við næstu heilsugæslustöð. 

Fólk eldra en 60 ára, börn frá sex mánaða að fjögurra ára aldri og fólk í áhættuhópum þarf ekki að greiða fyrir bólusetningar.

Bólusetningarnar eru í boði fyrir börn sex mánaða til fjögurra ára aldurs, fólk 60 ára og eldra og fólk í áhættuhópum sem sóttvarnalæknir hefur skilgreint. Upplýsingar um áhættuhópa og nánari upplýsingar um bóluefni við inflúensu og Covid-19 má finna á vef embættis landlæknis.