Veitum ráðgjöf í síma 1700 og netspjalli alla daga yfir hátíðarnar

Mynd af frétt Veitum ráðgjöf í síma 1700 og netspjalli alla daga yfir hátíðarnar
18.12.2024

Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun veita ráðgjöf vegna veikinda og slysa í síma 1700 og á netspjallinu á Heilsuveru yfir allar hátíðarnar. Í neyð er fólki bent á að hringja í síma 112.

Svarað verður í síma 1700 allan sólarhringinn yfir bæði jól og áramót. Netspjallið á Heilsuveru verður opið alla daga frá klukkan 8 til 22, fyrir utan aðfangadag og gamlársdag þegar svarað verður á netspjallinu til klukkan 18.

Við minnum á þekkingarvef Heilsuveru, þar sem hægt er að lesa sér til um fjölbreytt málefni sem tengjast heilsu.

Athugið að ekki verður hægt að senda skilaboð á heilsugæslustöðvar í gegnum Mínar síður á Heilsuveru á helgidögum yfir hátíðarnar. 

Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óskar skjólstæðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.