Nýtt námskeið fyrir einhverfa unglinga

Mynd af frétt Nýtt námskeið fyrir einhverfa unglinga
12.02.2025
Opnað hefur verið fyrir skráningu á nýtt námskeið fyrir 13 til 16 ára unglinga á einhverfurófi hjá Geðheilsumiðstöð barna. 

Á námskeiðinu læra unglingar færniþætti byggða á díalektískri atferlismeðferð (DAM) og þar með að vera sátt við eigin hugsanir og hegðun. Áhersla er á það sem unglingurinn sjálfur hefur stjórn á.

Meðal þess sem fjallað verður um á námskeiðinu er tilfinninga- og orkustjórn, núvitund, streituþol, að finna milliveginn, aukinn sjálfsskilningur og fleira.

Átta til tíu unglingar sitja hvert námskeið, sem stendur í sex vikur. Hópurinn hittist tvisvar fyrstu þrjár vikurnar en einu sinni á viku eftir það. Næsta námskeið hefst 17. febrúar.

Hægt er að kynna sér nánari upplýsingar um námskeiðið og skrá unglinga til þátttöku á námskeiðsvefnum okkar.