Fræðsluerindi um málþroskaröskun DLD

Mynd af frétt Fræðsluerindi um málþroskaröskun DLD
26.03.2025

Geðheilsumiðstöð barna stendur fyrir fræðsluerindi um málþroskaröskun DLD þriðjudaginn 8. apríl næstkomandi milli klukkan 13 og 14 í Vegmúla 3. 

Þar mun Hrafnhildur Halldórsdóttir talmeinafræðingur fjalla um birtingarmynd DLD, tengsl þess við aðrar taugaþroskaraskanir og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar.

Erindið er ætlað:

  • Fagfólki í kennslu, til dæmis kennurum og skólastjórnendum.
  • Fagfólki í heilbrigðisþjónustu, til dæmis sálfræðingum í skólaþjónustu, tilvísendum og talmeinafræðingum.

Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig.