Í doktorsverkefninu rannsakaði Steindór hvort hægt sé að nýta texta sem læknar skrifa í samantekt eftir samskipti við skjólstæðinga til að þjálfa gervigreindarlíkön. Markmiðið var að gervigreindarlíkönin spáðu fyrir um greiningar og horfur sjúklinga hjá heilsugæslunni.
Doktorsritgerðin byggði á þremur rannsóknum. Niðurstöður þeirra bentu til þess að líkanið greindi ákveðin einkenni jafn vel eða betur en læknar. Þá raðaði líkanið raðaði sjúklingum í áhættuhópa á áreiðanlegan hátt og greindi rétt á milli alvarlegra og vægra einkenna.
Niðurstöður doktorsverkefnisins benda til þess að gervigreindarlíkön sem eru þjálfuð á textagögnum úr sjúkraskrám geti spáð fyrir um horfur sjúklinga og greiningar í heilsugæslu.