Sú leið að senda skilaboð í gegnum Heilsuveru var mikið nýtt á meðan Covid-19 heimsfaraldurinn stóð sem hæst. Nú er unnið að frekari þróun vefsins og þessa samskiptamáta þegar dregið hefur verulega úr álagi tengdu faraldrinum.
Notendum er bent á að mikið af upplýsingum og leiðbeiningum um sjúkdóma, lyf og heilsufar má finna á fræðsluvef Heilsuveru. Þar er einnig hægt að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall frá 8 til 22 alla daga.
Skilaboðum sem send eru í gegnum Mínar síður á Heilsuveru er almennt svarað innan þriggja virkra daga og eru því ekki fyrir bráðatilfelli. Sé um bráðatilfelli að ræða þarf að hringja í Neyðarlínuna í síma 112.