Sjúkraliði - Heilsugæslan Glæsibæ

Heilsugæslan Glæsibæ auglýsir eftir öflugum sjúkraliða í 50% ótímabundið starf. Starfið er fjölbreytt og gefandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Heilsugæslan er fjölskylduvænn vinnustaður og góð samvinna er á milli fagstétta. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, riturum, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í móttöku skjólstæðinga ásamt öðrum starfsmönnum stöðvarinnar
  • Framkvæmd ýmissa rannsókna og prófa
  • Umsjón með umhverfi starfseininga, birgðum og búnaði
  • Leiðbeiningar og fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda þeirra
  • Þátttaka í þróunarverkefnum og gæðastarfi innan stöðvarinnar

Hæfnikröfur

  • Starfsleyfi sem sjúkraliði.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi 5 ára reynslu sem sjúkraliði
  • Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og geta til að forgangsraða verkefnum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. 

Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindarstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 27.11.2024

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir - ingibjorg.osk.gudmundsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5700

Marta Lárusdóttir - marta.larusdottir@heilsugaeslan.is - 513-5700

HH Glæsibæ hjúkrun
Álfheimum 74
104 Reykjavík

Sækja um starf »