Spennandi hlutastörf fyrir hjúkrunarnema á 3. - 4. ári
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) óskar eftir að ráða hjúkrunarnema til starfa. HH er fjölskylduvænn vinnustaður sem stuðlar að eftirsóknarverðu og lærdómsríku starfsumhverfi. Hjúkrunarnemar sinna krefjandi og áhugaverðum verkefnum og margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu og hæfni í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við leitum að hjúkrunarnemum sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum í hjúkrunarfræði og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt, spennandi og skemmtileg verkefni innan heilsugæslunnar. Við bjóðum upp á einstaklingsmiðaða aðlögun sem tekur mið af áhugasviði hvers og eins. Mikið er af námstækifærum í heilsugæslunni meðal annars skyndimóttaka, ung- og smábarnavernd, heilsuvernd og forvarnir.
Um er að ræða tímabundin störf þar sem starfshlutfall er breytilegt á Heilsugæslunni í Glæsibæ, Hlíðum, Hvammi og Efstaleiti. Starfsþróunartækifæri eru mörg innan heilsugæslunnar og hvetjum við hjúkrunarnema til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefni verða í samræmi við hversu langt viðkomandi er kominn í námi og áhugasviði viðkomandi
- Þátttaka í teymisvinnu
Hæfnikröfur
- Hafa lokið a.m.k. tveimur árum í hjúkrunarnámi
- Góð samskiptahæfni
- Jákvæðni og áhugi á læra nýja hluti
- Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt að óska eftir hreinu sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 20 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Lilja Rós Benediktsdóttir - lilja.ros.benediktsdottir@heilsugaeslan.is - 5136822
Sigurborg Jónsdóttir - sigurborg.jonsdottir@heilsugaeslan.is - 5136822
HH Svið mannauðs- og nýliðunar
Álfabakki 16
109 Reykjavík