Meðferðaraðili - Heilaörvunarmiðstöð HH
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, leitar að metnaðarfullum sjúkraliða með brennandi áhuga á geðheilbrigðismálum, til að starfa á Heilaörvunarmiðstöð HH. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar eða eftir nánara samkomulagi.
Heilaörvunarmiðstöðin (HÖM) hóf starfsemi í janúar 2022. HÖM er meðferðareining innan HH þar sem veitt er svokölluð heilaörvun (e. brain stimulation) með TMS (e. Transcranial Magnetic Stimulation). Meðferðin krefst hvorki svæfingar né deyfingar og þolist vel. Í dag er er aðeins veitt meðferð við alvarlegu þunglyndi en gera má ráð fyrir að meðferðarúrræðum fjölgi með tímanum. Heilaörvun er nýleg viðbót innan geðlæknisfræðinnar sem þróast hefur hratt þar sem meðferðarformum hefur fjölgað. Hér er um að ræða fjölbreytt og spennandi en um leið krefjandi starf.
Á heilaörvunarsmiðstöðin starfar þverfaglegt teymi en í teyminu eru starfandi geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, líffræðingur og sjúkraliði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka skjólstæðinga
- Veita skjólstæðingum meðferð frá degi til dags
- Upplýsa og fræða skjólstæðinga og aðstandendur varðandi meðferð
- Þátttaka í þróunarverkefnum og gæðastarfi
- Skráning upplýsinga í Sögu kerfið og önnur kerfi eftir atvikum
- Umsjón með tímabókunum og skipulagi meðferðar
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Viðbótarnám í geðhjúkrun æskilegt
- Reynsla af starfi innan geðheilbrigðisþjónustu kostur
- Reynsla af sjúkraskrárkerfi Sögu æskileg
- Geta til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og forgangsraða verkefnum
- Góðir skipulagashæfileikar og reynsla af verkstjórn
- Framúrskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni, sveiganleiki og lausnamiðað viðhorf
- Vönduð, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Jón Gauti Jónsson - jon.gauti.jonsson@heilsugaeslan.is - 513-5900
HH Heilaörvunarmiðstöð
Álfabakki 16
109 Reykjavík