Heilsugæsluritari - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir laust til umsóknar starf heilsugæsluritara í tímabundið starf til 6 mánuða. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmóður, félagsráðgjafa og riturum. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ritar sjúkraskýrslur, tilvísanir og vottorð í sjúkraskrárkerfi
- Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun rannsóknarniðurstaðna, læknabréfa, frágangi gagna o.fl.
- Umsjón með tímafjölda/dagskrá í móttöku
- Móttaka nýrra starfsmanna
- Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
- Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
- Meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga
- Aðstoð í móttöku
- Ýmis önnur tilfallandi störf
Hæfnikröfur
- Heilbrigðisgagnafræði eða nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af ritarastarfi skilyrði
- Reynsla af Sögukerfi æskileg
- Reynsla af Heilsugátt kostur
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Þekking á upplýsinga- og skjalastjórnun
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn enskukunnáttu æskileg
- Íslenskukunnátta skilyrði
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2025
Nánari upplýsingar veitir
Elínborg Bárðardóttir - elinborg.bardardottir@heilsugaeslan.is - 513-5350
Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir - ingibjorg.asta.gunnarsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5350
HH Efstaleiti
Efstaleiti 3
103 Reykjavík