Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbæ
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að jákvæðum og drífandi heilbrigðisgagnafræðingi til að koma til liðs við okkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á ritun og umsýslu sjúkragagna vegna skjólstæðinga og í samvinnu við annað samstarfsfólk
- Sér um móttöku, skráningu, skönnun og meðferð gagna í sjúkraskrárkerfinu Sögu
- Sinnir lyfjaendurnýjun í lyfjasíma og Heilsuveru
- Kemur að flokkun og svörun fyrirspurna í Heilsuveru
- Samskipti við skjólstæðinga, aðrar heilbrigðisstofnanir, tryggingarfélög, lögfræðinga og fleiri
- Aðstoðar í móttöku eftir þörfum
- Önnur tilfallandi störf
Hæfnikröfur
- Nám í heilbrigðisgagnafræði
- Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
- Reynsla af ritarastarfi kostur
- Þekking og reynsla af upplýsinga- og skjalastjórnun
- Reynsla og þekking af Sögukerfi æskilegt
- Reynsla af Heilsugátt kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt hugafar
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn enskukunnáttu
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Emilía Petra Jóhannsdóttir - emilia.petra.johannsdottir@heilsugaeslan.is - null
HH Seltjarnarnesi
Suðurströnd
170 Seltjarnarnes