Opinberum stofnunum ber skylda að afhenda gögn á grundvelli laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. HH er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögunum og má því ekki ónýta eða farga skjölum sem falla undir gildissvið laganna nema að fengnu leyfi þjóðskjalavarðar.
Upplýsingum sem skylt er að afhenda samkvæmt lögunum er skilað til Þjóðskjalasafns.
Upplýsingum sem ekki falla undir lögin er eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar. Upplýsingar eru gerðar ópersónugreinanlegar um leið og þeirra er ekki lengur þörf vegna tilgangs vinnslu.
Um varðveislu sjúkraskrárgagna fer samkvæmt lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009.
Um varðveislu bókhaldsgagna fer samkvæmt lögum um bókhald nr. 145/1994.