Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema á þeim grundvelli að slíkt sé nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu sem á stofnuninni hvílir, vegna beitingar opinbers valds, á grundvelli samningsákvæða eða með samþykki hins skráða.
6.1. Á grundvelli hvaða heimilda er persónuupplýsingum miðlað til annars aðila?
Upplýsingum er miðlað á grundvelli lagaskyldu
Persónuupplýsingum er miðlað til ýmissa aðila í samræmi við þær skyldur sem á stofnuninni hvíla samkvæmt lögum. Dæmi um aðila sem móttaka persónuupplýsingar frá HH eru:
- Sjúkratryggingar Íslands
- Landlæknisembættið
- Fjársýsla ríkisins
- Þjóðskjalasafn Íslands
Upplýsingum er miðlað á grundvelli samnings eða nauðsyn til að samningur komist á
Persónuupplýsingum er miðlað á grundvelli samningssambands en sem dæmi um slíkt eru samningar við aðila sem koma að vinnu persónuupplýsinga á vegum HH, t.d. þjónustuaðilar sem þjónusta tölvu- og upplýsingakerfi og lækningatæki.
Þegar samningar eru gerðir við utanaðkomandi aðila sem fela í sér aðgang að persónuupplýsingum er ávallt að því gætt að þeir geti tryggt öryggi upplýsinganna. Þá ber HH ábyrgð á þeirri vinnslu líkt og vikið var að áður.
Upplýsingum er miðlað á grundvelli upplýsts samþykkis. Hér er um að ræða upplýst samþykki þitt.
Í undantekningartilvikum eru upplýsingar um þig sendar til þriðja aðila án þíns samþykkis s.s. ef fyrir liggur dómsúrskurður eða á grundvelli beiðnar frá lögreglu vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi.
6.2. Til hverra miðlar HH persónuupplýsingum um þig?
Misjafnt er hvort og þá hvert persónuupplýsingum um þig er miðlað eftir því hvort þú ert skjólstæðingur eða tengist HH á annan hátt.
6.2.1 Um miðlun upplýsinga um skjólstæðinga til aðila utan HH
Upplýsingum er eingöngu miðlað til aðila utan HH í samræmi við lög. Til að mynda geta heilbrigðisstarfsmenn sem starfa utan HH óskað eftir upplýsingum þegar skjólstæðingar leita til þeirra eftir þjónustu. Landlæknir og Sjúkratryggingar Íslands geta einnig óskað eftir þessum upplýsingum í vissum tilfellum.
Þá er HH í ákveðnum tilvikum skuldbundið til að miðla upplýsingum til annarra stofnanna, svo sem til barnaverndaryfirvalda og Sóttvarnalæknis og er slík miðlun upplýsinga byggð á lagaskyldu.
Íslenskir vísindamenn sem stunda rannsóknir í heilbrigðisfræðum geta einnig fengið aðgang að upplýsingum hjá HH eftir að hafa aflað fullnægjandi heimildar vísindasiðanefndar í samræmi við lög nr. 44/2014 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
6.2.2 Um miðlun upplýsinga annarra, t.d. umsækjenda um störf, aðstandenda eða birgja
Almennt er upplýsingum um umsækjendur, nemendur og viðskiptavini HH ekki miðlað til annarra aðila. Gögn um alla umsækjendur eru geymd í mannauðskerfi ríkisins sem er í umsjón Fjársýslu ríkisins.
6.2.3. Um miðlun upplýsinga til aðila sem staddir eru utan Íslands
Miðlun persónuupplýsinga til annarra landa kann að eiga við m.a. ef þú ert skjólstæðingur af erlendum uppruna eða vegna samstarfs HH við sjúkrastofnanir innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Persónuupplýsingum er ekki miðlað utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar, s.s. á grundvelli staðlaðra samningsskilmála, samþykkis viðkomandi einstaklings eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.