Í persónuverndarstefnu þessari skýrum við frá tilgangi skráningar persónuupplýsinga innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (hér eftir „HH“ eða „stofnunin“). Við tilgreinum hvaða persónuupplýsingar HH skráir, uppruna þeirra, á hvaða grundvelli og í hvaða tilgangi vinnsla þeirra fer fram, hvernig varðveislu upplýsinga er háttað, hvert þeim er miðlað og hvernig öryggis þeirra er gætt.
Stefnan veitir einnig upplýsingar um hver réttur einstaklinga er til eigin upplýsinga, hverjar skyldur HH eru sem ábyrgðaraðili, hvernig hægt er að ná sambandi við persónuverndarfulltrúa okkar og rétt þinn til að kvarta til Persónuverndar. Öll vinnsla persónuupplýsinga á vegum HH fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og þeim lögum sem gilda um starfsemi stofnunarinnar.
Ef þú hefur spurningar varðandi persónuverndarstefnu HH eða vinnslu stofnunarinnar á persónuupplýsingum er þér bent á að hafa samband við persónuverndarfulltrúa HH í netfangið personuverndarfulltrui@heilsugaeslan.is