Öryggismyndavélar eru við innganga, á göngum og í móttökum starfsstöðva Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Auk þess eru myndavélar á nokkrum stöðum utanhúss, s.s. við bílastæði.
Rafræn vöktun er mikilvæg til að tryggja yfirsýn á starfsstöðvum ef upp koma vandamál sem snúa að öryggi og heilsu starfsmanna og/eða skjólstæðinga HH. Rafræn vöktun er jafnframt hluti af þeirri viðleitni að verja eigur HH, starfsmanna og skjólstæðinga og að bæta öryggi á starfsstöðum HH almennt.
Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna HH í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018 og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679. Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.
Við notkun öryggismyndavéla verður að fylgja reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun og í 6. gr. þeirra eru upplýsingar um réttindi einstaklinga. Engum gögnum er safnað um einstaklinga og engin gögn eru geymd lengur en í þrjátíu daga nema sérstök rök séu færð fyrir því.
Á vef persónuverndar má finna svör við algengum spurningum um öryggismyndavélar og reglur sem um þær gilda.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á personuverndarfulltui@heilsugaeslan.is
Öryggismyndavélar á vegum HH eru utanhúss á þessum stöðum:
- Geðheilsuteymi suður
- Heilsugæslan Efra-Breiðholti
- Heilsugæslan Efstaleiti
- Heilsugæslan Hlíðum
Electronic surveillance - English
Monitoring elektroniczny - Polski