Jafnlaunastefna HH
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) starfar í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lög nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði. HH fylgir öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
Jafnlaunastefnan er samkvæmt kröfum ÍST 85:2012 og nær til heildarstarfsemi stofnunar og allra starfsmanna. Stefnan er stjórntæki til að ná fram markmiðum HH í jafnréttismálum og miðar að því að stofnunin sé góður og eftirsóknarverður vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa jöfn tækifæri í starfi óháð kyni.
Kjarni jafnlaunastefnunnar er:
Allir starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt eða sambærileg störf óháð kyni
Það er stefna HH að allir starfsmenn njóti sömu kjara og réttinda fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá stofnuninni. Ennfremur að starfsmenn sem starfa hjá stofnuninni hafi jafna stöðu, njóti sömu réttinda og standi sömu tækifæri til boða á öllum sviðum starfseminnar óháð kyni. Er það vilji stjórnenda að með því að stuðla að jöfnum tækifærum einstaklinga verði mannauður stofnunarinnar sem öflugastur.
Til þess að framfylgja jafnlaunastefnu sinni skuldbindur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sig til að skjalfesta og innleiða jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur staðalsins, ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar og tryggja eftirfylgni og stöðugar umbætur á jafnlaunakerfinu.
HH skuldbindur sig til eftirfarandi aðgerða:
- Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
- Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman sambærileg eða jafn verðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
- Bregðast við óútskýrðum launamun kynja með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Árleg innri úttekt og rýni stjórnenda.
- Kynna starfsmönnun stefnuna og birta á innri miðlum og ytri vef.
Framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar ber ábyrgð á skjalfestingu, innleiðingu og framkvæmd stefnunnar ásamt því að sjá til þess að stefnunni sé viðhaldið með árlegri endurskoðun. Framkvæmdastjórn skal tryggja að kröfum laga sem og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé mætt.
Samþykkt af framkvæmdastjórn HH 26. janúar 2021