Matstæki sem notuð eru á Þroska- og hegðunarstöð

Vitsmunaþroski

Greindarpróf Wechslers fyrir leikskólaaldur (WPPSI-RIS)

WPPSI-RIS prófið er notað til að meta vitsmunaþroska barna á aldrinum 3:0 til 7:3 ára. Í því eru tíu ólík undirpróf,  sem reyna á þekkingu, verklagni, orðaforða o.fl. Sum undirprófin krefjast málskilnings og málnotkunar. Önnur eru verkleg og leyst með því að handfjatla hluti, púsla og teikna. Niðurstöður (mælitölur) fást fyrir mál-, verk- og heildargetu. Meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115 þegar um mælitölur er að ræða en 7-13 fyrir stök undirpróf. Árangur barna er borinn saman við árangur íslenskra jafnaldra.

Greindarpróf Wechslers fyrir börn - fjórða útgáfa (WISC-IVIS)

WISC-IVIS prófið veitir mikilvægar upplýsingar um vitsmunaþroska barna á aldrinum 6:0 til 16:11 ára. Notuð eru tíu ólík undirpróf, þar sem leysa á ýmis verkefni sem reyna á almenna greind og sértækari þætti. Verkefni eru t.d. tengd orðaforða, röksemdafærslu, minni o.fl. Undirprófin flokkast í fjóra þætti, Málstarf, Skynhugsun, Vinnsluminni og Vinnsluhraða. Fyrir þessa þætti og heildarútkomu fást niðurstöður í mælitölum. Meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115 þegar um mælitölur er að ræða en  fyrir stök undirpróf er meðalframmistaða á bilinu 7-13. Árangur barna er borinn saman við árangur íslenskra jafnaldra.

Bayley þroskapróf fyrir börn - þriðja útgáfa (Bayley-III) 

Bayley-III metur vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna sem eru yngri en 3:6 ára. Með því að leggja fyrir  verkefni er metið hvernig barninu gengur að skilja samhengi hluta og vinna úr ýmsum upplýsingum (vitsmunahluti), skilja mál og tjá sig (málhluti) og leysa verkefni sem krefjast fín- og grófhreyfinga (hreyfihluti). Þroskatölur fást fyrir prófhlutana þrjá og er meðalgeta barna á bilinu 85-115. Geta barnsins er borin saman við getu bandarískra jafnaldra. 

Annar þroski og dagleg færni

Spurningalisti um færni barna við daglega iðju (FBDI)

FBDI er spurningalisti sem aflar upplýsinga um þátttöku og færni barna við ýmsar daglegar athafnir. Spurt er um þætti sem lúta að eigin umsjá, leik og tómstundaiðju, þátttöku í skólastarfi, skynjun og hreyfingum auk handbeitingar og fínhreyfivinnu. 

Þroska- og færnikvarðinn Hawaii Early Learning Profile (HELP)

HELP er markbundinn kvarði fyrir börn á aldrinum 0-3 ára. Hann skiptist í sex mismunandi hluta sem lúta að þroska og færni. Þessir hlutar eru: Vitsmunaþroski, Máltjáning, Grófhreyfiþroski, Fínhreyfiþroski, Félagsþroski og Sjálfshjálp. HELP nýtist einnig fyrir eldri börn með víðtæka hreyfihömlun og börn sem ekki er unnt að leggja fyrir stöðluð fyrirmæli. Niðurstöður eru settar fram sem aldursviðmið. Geta barnsins er borin saman við getu bandaríska jafnaldra. 

Birting skynjunar hjá ung- og smábörnum (ITSP: Infant/Toddler Sensory Profile,)

Matslistinn nýtist til að fá mynd af skynúrvinnslu ung- og smábarna á aldrinum 0-36 mánaða. Metin er hegðun barnsins sem og viðbrögð við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum. Foreldrar merkja við hversu oft staðhæfingar matslistans eiga við. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk.

Íslenski þroskalistinn & Smábarnalistinn

Á Íslenska þroskalistanum og Smábarnalistanum eru spurningar um tvo þroskaþætti, hreyfiþroska og málþroska, sem ætlast er til að aðal umönnunaraðili svari. Í Smábarnalistanum eru spurningar um börn á aldrinum 15-38 mánaða og í Íslenska þroskalistanum eru spurningar um börn á aldrinum 3-6 ára. Heildarþroskatala og mælitölur Hreyfi- og Málþáttar eru á kvarða þar sem meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115. Svörin eru borin saman við svör íslenskra mæðra jafngamalla barna.

Málþroskakönnun ASEBA (LDS: Language Development Scale)

LDS-hluti CBCL/1½-5 listans (sjá undir Hegðun, líðan: Spurningalisti um atferli barna) gefur ákveðna mynd af máltöku barna á aldrinum 18 til 36 mánaða. Þar merkja foreldrar við þau orð á orðalista sem  barnið notar, svara spurningum sem tengjast máltöku og nefna dæmi um setningar sem barnið segir. Orðaforði og setningabygging/myndun barnsins eru borin saman við getu bandarískra jafnaldra.

Færnipróf Millers (M-FUN: Miller function and participation scales 

M-Fun er staðalbundið próf ætlað 2;6 til 7;11 ára börnum. Prófinu er skipt í tvö aldursbil (2;6-3;11 og 4;0-7;11). Prófið er hannað til þess að greina færni barns við að samhæfa sjón og hreyfingar, fínhreyfingar og grófhreyfingar og er skipt niður í þessa þrjá hluta. Leggja má hlutana fyrir hvern fyrir sig eða alla saman. Niðurstöður fást fyrir hvern matshluta og eru settar fram í mælitölum og hundraðsröðum. Einnig fylgja matstækinu matslistar fyrir foreldra og kennara til þess að meta þátttöku í heima- og skólaumhverfi. Viðmið eru bandarísk.

Hreyfiþroskapróf fyrir börn (Movement ABC-2: Movement Assessment Battery for Children -2) 

M-ABC2 er staðalbundið hreyfiþroskapróf ætlað 3-16 ára börnum. Prófinu er skipt í þrjú aldursbil (3-6; 7-10; 11-16). Lagt er mat á þrjá þroskaþætti: Fínhreyfingar og fingrafimi, Sambeitingu sjónar og hreyfinga, Jafnvægi í kyrrstöðu og á hreyfingu. Niðurstöður eru settar fram í staðaltölum og er meðalgeta barna á bilinu 7-13. Einnig fást niðurstöður í hundraðsröð þar sem 50 er miðgildið. Viðmið eru bresk.

Færnipróf fyrir börn (PEDI: Pediatric Evaluation of Disability Inventory) 

PEDI er færnipróf fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 7:6 ára. Upplýsinga er aflað með viðtali við foreldra eða aðra sem annast barnið. Færni við eigin umsjá, hreyfi- og félagsfærni er metin auk þess sem sú aðstoð sem barnið fær er könnuð og hvaða hjálparbúnaður er notaður. Niðurstöður eru gefnar upp í staðaltölum (meðaltal 50 ± 10) og kvörðuðu gildi sem sýnir breytingar yfir tíma. Matstækið er að hluta þýtt og staðfært á íslensku. 

Birting skynjunar (SP: Sensory Profile)

Matslistinn nýtist til að fá mynd af skynúrvinnslu barna á aldrinum 3–10 ára. Metin er hegðun barnsins sem og viðbrögð við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum. Foreldrar merkja við hversu oft staðhæfingar matslistans eiga við. Niðurstöður gefa vísbendingar um skynþröskuld barnsins og þörf fyrir aðlögun viðfangsefna og umhverfis. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk.   

Hegðun, líðan

K-SADS greiningarviðtal

K-SADS er hálfstaðlað greiningarviðtal, byggt á greiningarviðmiðum DSM-IV. Því er einkum ætlað að greina ofvirkniröskun, en jafnframt skima og skoða nánar aðra erfiðleika tengda hegðun og líðan hjá börnum og unglingum. K-SADS hefur víða verið notað erlendis og hér á landi m.a. hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

ADIS greiningarviðtal

ADIS er staðlað greiningarviðtal, byggt á greiningarviðmiðum DSM-IV. Því er einkum ætlað að greina kvíðaraskanir barna og unglinga, en jafnframt ofvirkni/hvatvísi og athyglisbrest, hegðunarvanda, mótþróa, depurð, og fleira. ADIS hefur víða verið notað erlendis og er nú rannsókn í vinnslu á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um notkun á íslenskri útgáfu viðtalsins.   

Matslisti um hegðun á heimili (HSQ)

Listinn er ætlaður aldrinum 4–11 ára og samanstendur af örstuttum lýsingum á 16 dæmigerðum aðstæðum á heimilum. Foreldrar meta hve margar þeirra valda barninu erfiðleikum og hversu miklum, á kvarðanum 1–9 (frá vægum erfiðleikum til mikilla). Svör eru borin saman við það sem vitað er um svör foreldra íslenskra barna. 

Matslisti um mótþróaröskun

Á mótþróaröskunarlistanum eru talin upp 9 atriði sem samrýmast einkennum í DSM-IV & ICD-10 greiningarkerfunum. Faðir, móðir og/eða annað fólk sem þekkir barnið, meta hve mörg atriðanna eiga við það. Sé merkt við fleiri en 3 atriði er talin ástæða til að skoða vanda barnsins  nánar.

Ofvirknikvarði (ADHD Rating Scale)

Með ADHD listanum eru metin einkenni um ofvirkni og athyglisbrest. Þau einkenni sem spurt er um samsvara greiningaratriðum í DSM-IV greiningarkerfinu. Svör foreldra og kennara eru borin saman við það sem vitað er um svör foreldra og kennara íslenskra og bandarískra barna og unglinga á aldrinum 4–16 ára.

Spurningalisti um atferli barna (CBCL&TRF fyrir 1½-5 ára eða CBCL&TRF fyrir 6-18 ára)

Listarnir gefa vísbendingar um ýmis einkenni í dagfari barna sem tengjast líðan þeirra og hegðun, svo sem hlédrægni, depurð, erfið hegðun, einbeitingarerfiðleikar.Foreldrar (CBCL) og kennarar (TRF) svara spurningalistunum. Svörin eru borin saman við svör foreldra bandarískra barna og kennara.

Spurningar um styrk og vanda (SDQ: Strength and Difficulties Questionnaire)

SDQ listinn gefur  vísbendingar um hegðun, tilfinningar og félagsleg samskipti barna 5 ára og eldri. Svör fullorðinna er þekkja barnið vel eru borin saman við svör foreldra og kennara íslenskra barna. Gefin eru heildarstig, auk þess sem stig fást fyrir undirkvarða sem taka til ofvirkni, erfiðleika í, tilfinningum og samskiptum við jafnaldra, auk hæfni í félagslegum samskiptum. 

 

Einhverfueinkenni

ADOS-2 próf fyrir einhverfueinkenni (Autism Diagnostic Observation Schedule, 2. útgáfa)

ADOS-2 er staðlað matstæki sem byggist  á beinni athugun á hegðun. Því er ætlað að meta tjáskipti, gagnkvæm félagsleg samskipti, áhugamál og hegðun þegar grunur er um röskun á einhverfurófi. ADOS felur í sér verkefni sem gera prófanda kleift að athuga hegðun sem hefur verið skilgreind sem mikilvæg í tengslum við greiningu raskana á einhverfurófinu. Áherslan er m.a. á leik, samræður, spurningar sem snúa að félagsþroska og tilfinningum og atriði sem lúta að daglegu lífi auk tiltekinna verkefna eins og t.d. að endursegja stutta sögu og að búa til sögu úr hlutum. ADOS matstækið er í fjórum einingum (modules) sem hver tekur um 35‐40 mínútur í fyrirlögn. Einungis ein eining er lögð fyrir hvern skjólstæðing og val á einingu til fyrirlagnar fer eftir málfærni og aldri skjólstæðings hverju sinni.

ADI-R greiningarviðtal fyrir einhverfu (Autism Diagnostic Interview)

ADI er kerfisbundið viðtal við foreldra eða umsjónaraðila til að greina einhverfu. Viðtalið tekur um eina og hálfa til þrjár klukkustundir.  Í viðtalinu er aflað upplýsinga um þroskasögu og einkenni einhverfu, bæði eins og einkenni eru í dag og við 4-5 ára aldur, þegar einkenni einhverfu eru oft mjög skýr. Atriðin ná yfir þrjú einkennasvið einhverfu sem skilgreind eru út frá DSM-IV og ICD-10, en þau eru; félagsleg samskipti; mál og tjáskipti og sérkennileg og áráttukennd hegðun. Viðtalið má nota frá tveggja ára þroskaaldri.

Spurningalisti um félagsleg tjáskipti (æviskeiðs-útgáfa) (SCQ)

SCQ er skimunarlisti sem lagður er fyrir forelda eða forráðamenn barna eldri en fjögurra ára. Hann samanstendur af 40 spurningum sem snúa að einhverfurófseinkennum og eru svarmöguleikar já og nei. Mikilvægt er að sá sem þekkir best til þroskasögu barnsins og núverandi hegðunar fylli út listann. Niðurstöður skimunarlistans eru túlkaðar út frá stigafjölda og fari stigafjöldi yfir 15 er það vísbending um mögulega einhverfurófsröskun. Listinn skal lagður fyrir og túlkaður af fagaðila sem hefur góða þekkingu á einhverfurófseinkennum.  

Matslisti um hegðun á einhverfurófi (CARS2-ST: Childhood Autism Rating Scale, Second Edition)

CARS matslistanum er svarað af fagaðilum eftir að barn hefur komið til athugunar og foreldrar hafa gefið upplýsingar. Með listanum er metið  hvort hegðun barna líkist að einhverju leyti hegðun barna á einhverfurófi. Metin eru m.a. samskipti barnsins, viðbrögð við ýmsu í umhverfinu og sérkenni í hreyfingum og háttalagi. Listinn er notaður til að meta einstaklinga sem eru yngri en 6 ára eða mælast með 79 eða lægra í heildartölu greindar og hafa skerta mállega færni. Kvarðinn nær frá 15–60, þar sem hegðun sem samrýmist hegðun einhverfra barna mælist um og yfir 30 stig.

Matslisti um hegðun á einhverfurófi, útgáfa fyrir hátt standandi (CARS2-HF: Childhood Autism Rating Scale, Second Edition, High Functioning Version)

CARS matslistanum er svarað af fagaðilum eftir að barn hefur komið til athugunar og foreldrar hafa gefið upplýsingar. Með listanum er metið  hvort hegðun barna líkist að einhverju leyti hegðun barna á einhverfurófi. Metin eru m.a. samskipti barnsins, viðbrögð við ýmsu í umhverfinu og sérkenni í hreyfingum og háttalagi. Listinn er notaður til að meta einstaklinga sem eru eldri en 6 ára, eru með 80 eða hærra í heildartölu greindar og ágæta mállega færni. Kvarðinn nær frá 15–60, þar sem hegðun sem samrýmist hegðun einhverfra barna mælist um og yfir 28 stig.

Matslisti um einhverfueinkenni hjá börnum – endurskoðuð útgáfa (M-CHAT: Modified Checklist for Autism in Toddlers)

Með M-CHAT listanum er skimað eftir einhverfueinkennum hjá börnum á aldrinum 16–30 mánaða. Þeir sem þekkja barnið vel svara spurningunum. Svarmöguleikar eru: Já og Nei, og misjafnt er eftir spurningum hvort jákvætt eða neikvætt svar sé vísbending um einkenni á einhverfurófi. Sé tveimur lykilspurningum eða þremur spurningum í allt svarað þannig að svörin bendi til einhverfueinkenna er talin ástæða til að greina vandann frekar.

Skimlisti um einkenni á einhverfurófi  (ASSQ: Autism Spectrum Screening Questionnaire)

ASSQ listinn er notaður til þess að meta einkenni sem líkjast einkennum barna með Asperger heilkenni eða annan vanda á einhverfurófi. Atriðin á listanum eru 27. Svarandi tekur afstöðu til þess hvort  atriðin eigi við barnið eða ekki og hversu vel þau eigi við á  kvarðanum 0, 1 og 2. Gjarnan eru fengin svör foreldra og kennara. Fari stigafjöldi hvers svaranda um og yfir 20 er mögulega um vanda á einhverfurófi að ræða og ef til vill ástæða til að meta nánar. Listinn er ætlaður við mat á börnum frá 6 ára aldri. 

Matslisti um einhverfueinkenni hjá börnum (CAST: Childhood Autism Syndrome Test)

CAST listinn er notaður fyrir börn á aldrinum 4-11 ára til að skoða vanda tengdan félagsfærni og samskipum, einkum vanda á sviði einhverfurófs. Á listanum eru 31 atriði sem þeir sem þekkja barnið geta svarað með því að meta hvort lýsingin í hverju atriði á við barnið eða ekki. Fari stigafjöldi um og yfir 15 er mögulega um vanda á einhverfurófi að ræða og ástæða til að greina vandann frekar. 

Sjálfsmatskvarðarbarna

Mat barns á eigin iðju (COSA: Child Occupation Self Assesment)

COSA er ætlað börnum 8–17 ára. Markmið matstækisins er að afla upplýsinga um upplifun barna á eigin iðju og hvernig umhverfið hefur áhrif á daglegar athafnir þeirra. COSA er sjálfsmat barna, hannað með það í huga að gera börnum kleift að láta í ljós skoðanir sínar á daglegum viðfangsefnum.

Spurningalisti um depurð (CDI)  

Matslistinn er notaður við mat á depurðarvanda barna og unglingaá aldrinum 7–17 ára. Börnin svara listanum sjálf og eru í hverri spurningu beðin að velja eina setningu af þremur sem lýsir best hvernig þeim hefur liðið síðustu 2 vikurnar. Spurt um 5 meginþætti  sem helst einkenna þunglyndi: Neikvætt skap, Samskiptavandamál, Vanvirkni, Leiða og Neikvætt sjálfsmat. 

Spurningalisti um fælni og kvíða (MASC)

MASC sjálfsmatslistinn metur kvíðaeinkenni barna og ungmenna á aldrinum 8–19 ára.  Hann er samansettur af fjórum kvörðum: Líkamleg einkenni (streita og líkamleg einkenni), Forðun (fullkomnunarárátta og bjargráð), Félagsfælni (frammistöðukvíði og ótti við niðurlægingu) og Aðskilnaður/felmtur (skyndileg ofsahræðsla eða hræðsla við aðskilnað/að vera einn).  

Vitsmunaþroski

Greindarpróf Wechslers fyrir leikskólaaldur (WPPSI-RIS)
WPPSI-RIS prófið er notað til að meta vitsmunaþroska barna á aldrinum 3:0 til 7:3 ára. Í því eru tíu ólík undirpróf,  sem reyna á þekkingu, verklagni, orðaforða o.fl. Sum undirprófin krefjast málskilnings og málnotkunar. Önnur eru verkleg og leyst með því að handfjatla hluti, púsla og teikna. Niðurstöður (mælitölur) fást fyrir mál-, verk- og heildargetu. Meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115 þegar um mælitölur er að ræða en 7-13 fyrir stök undirpróf. Árangur barna er borinn saman við árangur íslenskra jafnaldra.

Greindarpróf Wechslers fyrir börn - fjórða útgáfa (WISC-IVIS)
WISC-IVIS prófið veitir mikilvægar upplýsingar um vitsmunaþroska barna á aldrinum 6:0 til 16:11 ára. Notuð eru tíu ólík undirpróf, þar sem leysa á ýmis verkefni sem reyna á almenna greind og sértækari þætti. Verkefni eru t.d. tengd orðaforða, röksemdafærslu, minni o.fl. Undirprófin flokkast í fjóra þætti, Málstarf, Skynhugsun, Vinnsluminni og Vinnsluhraða. Fyrir þessa þætti og heildarútkomu fást niðurstöður í mælitölum. Meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115 þegar um mælitölur er að ræða en  fyrir stök undirpróf er meðalframmistaða á bilinu 7-13. Árangur barna er borinn saman við árangur íslenskra jafnaldra.

Bayley þroskapróf fyrir börn - þriðja útgáfa (Bayley-III)

Bayley-III metur vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna sem eru yngri en 3:6 ára. Með því að leggja fyrir  verkefni er metið hvernig barninu gengur að skilja samhengi hluta og vinna úr ýmsum upplýsingum (vitsmunahluti), skilja mál og tjá sig (málhluti) og leysa verkefni sem krefjast fín- og grófhreyfinga (hreyfihluti). Þroskatölur fást fyrir prófhlutana þrjá og er meðalgeta barna á bilinu 85-115. Geta barnsins er borin saman við getu bandarískra jafnaldra. 

Annar þroski og dagleg færni

Spurningalisti um færni barna við daglega iðju (FBDI)

FBDI er spurningalisti sem aflar upplýsinga um þátttöku og færni barna við ýmsar daglegar athafnir. Spurt er um þætti sem lúta að eigin umsjá, leik og tómstundaiðju, þátttöku í skólastarfi, skynjun og hreyfingum auk handbeitingar og fínhreyfivinnu. 

Þroska- og færnikvarðinn Hawaii Early Learning Profile (HELP)

HELP er markbundinn kvarði fyrir börn á aldrinum 0-3 ára. Hann skiptist í sex mismunandi hluta sem lúta að þroska og færni. Þessir hlutar eru: Vitsmunaþroski, Máltjáning, Grófhreyfiþroski, Fínhreyfiþroski, Félagsþroski og Sjálfshjálp. HELP nýtist einnig fyrir eldri börn með víðtæka hreyfihömlun og börn sem ekki er unnt að leggja fyrir stöðluð fyrirmæli. Niðurstöður eru settar fram sem aldursviðmið. Geta barnsins er borin saman við getu bandaríska jafnaldra. 

Birting skynjunar hjá ung- og smábörnum (ITSP: Infant/Toddler Sensory Profile,)

Matslistinn nýtist til að fá mynd af skynúrvinnslu ung- og smábarna á aldrinum 0-36 mánaða. Metin er hegðun barnsins sem og viðbrögð við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum. Foreldrar merkja við hversu oft staðhæfingar matslistans eiga við. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk.

Íslenski þroskalistinn & Smábarnalistinn

Á Íslenska þroskalistanum og Smábarnalistanum eru spurningar um tvo þroskaþætti, hreyfiþroska og málþroska, sem ætlast er til að aðal umönnunaraðili svari. Í Smábarnalistanum eru spurningar um börn á aldrinum 15-38 mánaða og í Íslenska þroskalistanum eru spurningar um börn á aldrinum 3-6 ára. Heildarþroskatala og mælitölur Hreyfi- og Málþáttar eru á kvarða þar sem meðalgeta barna er á bilinu 85 til 115. Svörin eru borin saman við svör íslenskra mæðra jafngamalla barna.

Málþroskakönnun ASEBA (LDS: Language Development Scale)

LDS-hluti CBCL/1½-5 listans (sjá undir Hegðun, líðan: Spurningalisti um atferli barna) gefur ákveðna mynd af máltöku barna á aldrinum 18 til 36 mánaða. Þar merkja foreldrar við þau orð á orðalista sem  barnið notar, svara spurningum sem tengjast máltöku og nefna dæmi um setningar sem barnið segir. Orðaforði og setningabygging/myndun barnsins eru borin saman við getu bandarískra jafnaldra.

Færnipróf Millers (M-FUN: Miller function and participation scales 

M-Fun er staðalbundið próf ætlað 2;6 til 7;11 ára börnum. Prófinu er skipt í tvö aldursbil (2;6-3;11 og 4;0-7;11). Prófið er hannað til þess að greina færni barns við að samhæfa sjón og hreyfingar, fínhreyfingar og grófhreyfingar og er skipt niður í þessa þrjá hluta. Leggja má hlutana fyrir hvern fyrir sig eða alla saman. Niðurstöður fást fyrir hvern matshluta og eru settar fram í mælitölum og hundraðsröðum. Einnig fylgja matstækinu matslistar fyrir foreldra og kennara til þess að meta þátttöku í heima- og skólaumhverfi. Viðmið eru bandarísk.

Hreyfiþroskapróf fyrir börn (Movement ABC-2: Movement Assessment Battery for Children -2) 

M-ABC2 er staðalbundið hreyfiþroskapróf ætlað 3-16 ára börnum. Prófinu er skipt í þrjú aldursbil (3-6; 7-10; 11-16). Lagt er mat á þrjá þroskaþætti: Fínhreyfingar og fingrafimi, Sambeitingu sjónar og hreyfinga, Jafnvægi í kyrrstöðu og á hreyfingu. Niðurstöður eru settar fram í staðaltölum og er meðalgeta barna á bilinu 7-13. Einnig fást niðurstöður í hundraðsröð þar sem 50 er miðgildið. Viðmið eru bresk.

Færnipróf fyrir börn (PEDI: Pediatric Evaluation of Disability Inventory) 

PEDI er færnipróf fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 7:6 ára. Upplýsinga er aflað með viðtali við foreldra eða aðra sem annast barnið. Færni við eigin umsjá, hreyfi- og félagsfærni er metin auk þess sem sú aðstoð sem barnið fær er könnuð og hvaða hjálparbúnaður er notaður. Niðurstöður eru gefnar upp í staðaltölum (meðaltal 50 ± 10) og kvörðuðu gildi sem sýnir breytingar yfir tíma. Matstækið er að hluta þýtt og staðfært á íslensku. 

Birting skynjunar (SP: Sensory Profile)

Matslistinn nýtist til að fá mynd af skynúrvinnslu barna á aldrinum 3–10 ára. Metin er hegðun barnsins sem og viðbrögð við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum. Foreldrar merkja við hversu oft staðhæfingar matslistans eiga við. Niðurstöður gefa vísbendingar um skynþröskuld barnsins og þörf fyrir aðlögun viðfangsefna og umhverfis. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk.   

Hegðun,líðan

K-SADS greiningarviðtal

K-SADS er hálfstaðlað greiningarviðtal, byggt á greiningarviðmiðum DSM-IV. Því er einkum ætlað að greina ofvirkniröskun, en jafnframt skima og skoða nánar aðra erfiðleika tengda hegðun og líðan hjá börnum og unglingum. K-SADS hefur víða verið notað erlendis og hér á landi m.a. hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

ADIS greiningarviðtal

ADIS er staðlað greiningarviðtal, byggt á greiningarviðmiðum DSM-IV. Því er einkum ætlað að greina kvíðaraskanir barna og unglinga, en jafnframt ofvirkni/hvatvísi og athyglisbrest, hegðunarvanda, mótþróa, depurð, og fleira. ADIS hefur víða verið notað erlendis og er nú rannsókn í vinnslu á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um notkun á íslenskri útgáfu viðtalsins.   

Matslisti um hegðun á heimili (HSQ)

Listinn er ætlaður aldrinum 4–11 ára og samanstendur af örstuttum lýsingum á 16 dæmigerðum aðstæðum á heimilum. Foreldrar meta hve margar þeirra valda barninu erfiðleikum og hversu miklum, á kvarðanum 1–9 (frá vægum erfiðleikum til mikilla). Svör eru borin saman við það sem vitað er um svör foreldra íslenskra barna. 

Matslisti um mótþróaröskun

Á mótþróaröskunarlistanum eru talin upp 9 atriði sem samrýmast einkennum í DSM-IV & ICD-10 greiningarkerfunum. Faðir, móðir og/eða annað fólk sem þekkir barnið, meta hve mörg atriðanna eiga við það. Sé merkt við fleiri en 3 atriði er talin ástæða til að skoða vanda barnsins  nánar.

Ofvirknikvarði (ADHD Rating Scale)

Með ADHD listanum eru metin einkenni um ofvirkni og athyglisbrest. Þau einkenni sem spurt er um samsvara greiningaratriðum í DSM-IV greiningarkerfinu. Svör foreldra og kennara eru borin saman við það sem vitað er um svör foreldra og kennara íslenskra og bandarískra barna og unglinga á aldrinum 4–16 ára.

Spurningalisti um atferli barna (CBCL&TRF fyrir 1½-5 ára eða CBCL&TRF fyrir 6-18 ára)

Listarnir gefa vísbendingar um ýmis einkenni í dagfari barna sem tengjast líðan þeirra og hegðun, svo sem hlédrægni, depurð, erfið hegðun, einbeitingarerfiðleikar.Foreldrar (CBCL) og kennarar (TRF) svara spurningalistunum. Svörin eru borin saman við svör foreldra bandarískra barna og kennara.

Spurningar um styrk og vanda (SDQ: Strength and Difficulties Questionnaire)

SDQ listinn gefur  vísbendingar um hegðun, tilfinningar og félagsleg samskipti barna 5 ára og eldri. Svör fullorðinna er þekkja barnið vel eru borin saman við svör foreldra og kennara íslenskra barna. Gefin eru heildarstig, auk þess sem stig fást fyrir undirkvarða sem taka til ofvirkni, erfiðleika í, tilfinningum og samskiptum við jafnaldra, auk hæfni í félagslegum samskiptum.