Velkomin í núið

Námskeiðið

Velkomin í núið er sex vikna námskeið í núvitund en núvitund snýst um að vera að til staðar með því sem er að gerast hverju sinni. Núvitundin hjálpar til að koma auga á gömul vanamynstur, auka áhuga fyrir líðandi stund og mæta því sem er að gerast af vinalegri forvitni. 

Á námskeiðinu eru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar fléttaðar saman við núvitund.  Í hverjum tíma eru gerðar aðgengilegar og hagnýtar núvitundaræfingar eins og líkamshugleiðsla, hreyfihugleiðsla og hugleiðsla á líðandi stund. 

Námskeið af þessu tagi hafa dregið úr streitu, depurð og kvíða og aukið almenna vellíðan.

Umsjón

Námskeiðin er haldið á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinandi er Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, sálfræðingur og núvitundarkennari

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáska sjúkraþjálfun og Tannlækna Mjódd).  

Í hverjum hópi eru að hámarki 15 einstaklingar og hóparnir hittast vikulega í 6 vikur, 90 mínútur í senn.

Námskeiðshópar hittast á fimmtudögum kl. 15:30 - 17:00.

Þátttakendur greiða 16.000 kr. fyrir námskeiðið.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.

Skráning

Næstu dagsetningar:

Fimmtudagurinn 13. febrúar kl. 15:30 - 17:00

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.