Velkomin í núið er sex vikna námskeið í núvitund en núvitund snýst um að vera að til staðar með því sem er að gerast hverju sinni. Núvitundin hjálpar til að koma auga á gömul vanamynstur, auka áhuga fyrir líðandi stund og mæta því sem er að gerast af vinalegri forvitni.
Á námskeiðinu eru aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar fléttaðar saman við núvitund. Í hverjum tíma eru gerðar aðgengilegar og hagnýtar núvitundaræfingar eins og líkamshugleiðsla, hreyfihugleiðsla og hugleiðsla á líðandi stund.
Námskeið af þessu tagi hafa dregið úr streitu, depurð og kvíða og aukið almenna vellíðan.