Boðuðu verkfalli lækna í vikunni aflýst

Mynd af frétt Boðuðu verkfalli lækna í vikunni aflýst
25.11.2024
Læknafélag Ísland tilkynnti í gærkvöldi að boðuðum verkfallsaðgerðum lækna sem hefjast áttu á miðnætti og standa fram á fimmtudag yrði aflýst. Starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður því með eðlilegu sniði þessa viku, en hefði komið til verkfalls er ljóst að það hefði haft veruleg áhrif á þjónustu.

Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara alla helgina. Fyrsta lota verkfalls lækna hafði verið boðað frá miðnætti og til hádegis mánudag til fimmtudags. Fleiri verkfallslotur hafa verið boðaðar á næstu vikum. 

Seint í gærkvöldi ákvað Læknafélag Íslands að aflýsa öllum verkfallsaðgerðum þessa viku þar sem viðræður gengu vel, eins og fram kemur í frétt á vef félagsins. Vonir standa til þess að samningar takist á næstunni. Boðaðar verkfallsaðgerðir sem hefjast eiga í næstu viku standa óhaggaðar.