Ískrá er rafrænt sjúkraskrárkerfi sem skólahjúkrunarfræðingar á öllu landinu nota við skráningu í heilsuvernd skólabarna. Sjúkraskrárkerfið er aðlagað að starfsemi heilsuverndar skólabarna og er hannað og í eigu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ískrá heldur meðal annars utan um bólusetningar, skimanir og samskipti við skólabörn og forráðamenn þeirra.

Heilsuvernd skólabarna styðst við: Leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna

Leiðbeiningarnar á þessari síðu eru ætlaðar fagfólki sem notar Ískrá. Allar leiðbeiningarnar eru pdf-skjöl.

Nýliðanámskeið 2024

Mánudaginn 26. ágúst kl. 9-12 á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Álfabakka 16.

Námskeiðið verður í fjórum hlutum, staðfundur mán. 26. ágúst kl. 9-12 en næstu þrjú skipti verða vikulegir fundir á TEAMS.

Umsjónarmenn: Ása Sjöfn Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna og Helga Lárusdóttir, þjónustustjóri Ískrár